top of page

MYNDLISTASKÓLINN Í REYKJAVÍK – THE REYKJAVIK SCHOOL OF VISUAL ARTS

Þriðjudaginn 30. október bjóða Leirlistafélag Íslands og Myndlistaskólinn í Reykjavík uppá opinn fyrirlestur þar sem listakonan Tosca Teran talar um verk sín og vinnuaðferðir.

Í októbermánuði hefur Tosca verið á vinnustofu leirlistafélagsins þar sem hún gerir tilraunir með leirbrennsluaðferðina Obvara. Þar notar hún íslensk hráefni til þess að búa til gerblöndu sem myndar áferð á yfirborð leirsins þegar honum er dýft heitum ofan í blönduna. Obvara, einnig þekkt sem ,,Baltic raku”, á uppruna sinn að rekja til Austur Evrópu (Hvíta-Rússland, Eistland og Lettland) á 12. öld.

Tosca vinnur einnig að spennandi vekefnum innan ,,bio-sonification” þar sem hún býr meðal annars til tónlist með örverum og blek úr sveppum. Nánari upplýsingar um listakonuna er að finna á vefsíðu hennar - https://toscateran.com/about/

Fyrirlesturinn verður haldinn í fyrirlestrasal Myndlistaskólans, 3. hæð, þriðjudaginn 30. október klukkan 17:00-18:30.

Fyrirlesturinn fer fram á ensku og eru allir velkomnir.

--- Obvara – Ceramics – Bio-Sonification – Music – Experiments

On TuesdayOctober 30 an open lecture by Tosca Teran will be held at the Reykjavik School of Visual Arts in cooperation with the Icelandic Ceramics Union.

Tosca Teran, aka Nanotopia, is a Toronto based multidisciplinary artist. Born in San Francisco, California, Tosca relocated to Canada in 2001. Working with metals, computer coding, and animation since the mid-eighties, Tosca was introduced to glass as an artistic medium in 2004. Through developing bodies of work incorporating metal, glass, and electronics, Tosca has been awarded scholarships at The Corning Museum of Glass, Pilchuck Glass School and The Penland School of Crafts. Her work has been featured at SOFA New York, Culture Canada, Metalsmith Magazine, The Toronto Design Exchange, and the Memphis Metal Museum. Most recently, Tosca has been awarded residencies at Gullkistan Centre for Creativity, Nes artist residency Iceland, The Association of Icelandic Visual Artists and the Ayatana SciArt Research Program in Ottawa. Tosca founded nanopod: Hybrid Studio maker space in 2005. Continually exploring new materials and tools, Tosca started collaborating artistically with Algae, Physarum polycephalum, and Mycelium in 2016, translating biodata from non-human organisms into music.

The lecture will be held in englishand is open to all.14 views0 comments

Comments


bottom of page